Starfsmenn

Góð fjárfesting til eflingar mannauðs vinnustaðarins
 

therapyMikill ávinningur er fólgin í að geta leitað til óháðs fagaðila með viðkvæm mál og aðstæður sem erfitt getur verið að ræða við stjórnendur eða aðra starfsmenn.

Margt getur unnið gegn vellíðan og starfsárangri. Nefna má streitu, erfið samskipti, persónulega erfiðleika, slæman aðbúnað og margt annað þessu líkt. Aðgerðarleysi í þessum efnum getur haft mikinn fjárhagslegan kostnað í för með sér. Afleiðingarnar eru meðal annars verri afköst og tapaðar vinnustundir vegna veikindadaga. En öðru fremur kemur aðgerðarleysi á þessu sviði niður á heilsu og velferð starfsmanna.


Trúnaðarviðtal  -   Í trúnaðarviðtali gefst tóm til að ræða erfið málefni, greina orsakir og ástæður og vinna kerfisbundið að lausn þeirra viðfangsefna sem starfsmenn eiga við að glíma.

Heilsuefling í formi handleiðslu og ráðgjafar er góð fjárfesting til eflingar mannauðs vinnustaðarins. Slík aðstoð er til þess fallin að efla starfsgetu og frammistöðu í starfi.

Úttekt og úrlausn býður fram sérfræðiaðstoð í formi handleiðslu og ráðgjafar fyrir starfsmenn. Hikaðu ekki við að hafa samband, óskir þú eftir frekari upplýsingum um þá möguleika sem fyrir hendi eru.