Starfshópar

Skilvirkir starfshópar eru forsenda árangurs
 

Höfum hugfast að afköst öflugra starfshópa getur orðið mun meiri en fjöldi starfsmanna gefur tilefni til að ætla (3+3 ≥ 8).

Í þessu tilliti er mikilvægt að:

  • Eining ríki innan hópsins.
  • Hver og einn beri ábyrgð á eigin hugarfari.
  • Meðlimir hópsins séu einbeittir og samstíga.
  • Hver og einn sé meðvitaður um hvernig virkar á aðra.
  • Samráðs sé gætt, tjáskipti og upplýsingaflæði sé gott.
  • Samheldni, traust og vellíðan ríki innan hópsins.

 

 

 


teamÚttekt og úrlausn veitir starfshópum fræðslu, handleiðslu og ráðgjöf

Í hópvinnu er unnið að því að skerpa og efla meðvitund hvers og eins um eigin frammistöðu og viðmót í samstarfi (á grunni 360 gráðu endurgjafar). Ávinningurinn er betri starfs- og samskiptahæfni í teymisvinnu.

Ferillinn er gagnvirkur; þátttakendur veita og fá nákvæma endurgjöf. Einstaklingarnir, og starfshópurinn, setja sér markmið og huga að æskilegum breytingum í eigin fari, hegðun, viðmóti og verklagi. Á grunni handleiðslu, stuðnings og ráðgjafar er kerfisbundið unnið að því að koma breytingum til leiðar.