Sálfélagslegt áhættumat á vinnustað

Hefur þú látið framkvæma sálfélagslegt áhættumat á þínum vinnustað?


stress at workVinnuverndarlög leggja atvinnurekendur þær skyldur á herðar að:

  • Þeir framkvæmi áhættumat sem hefur að markmiði að greina áhættuþætti í vinnuumhverfi og bregðast við þeim.
  • Þeim ber að framkvæma almennt áhættumat, útbúa skriflega áætlun um forvarnir og móta verklagsreglur um nauðsynleg úrræði í þágu heilsueflingar.
  • Atvinnurekendum er jafnframt þessu skylt að sinna fræðslu og forvörnum á sviði heilsueflingar.


Þjónusta Úttektar og úrlausnar:

  • Vinnustaðagreining með þátttöku allra starfsmanna á sálfélagslegum áhættuþáttum (ekki persónugreinanlegt).
  • Niðurstöður kynntar og ræddar. Áhættuþættir skráðir og skilgreindir.
  • Viðbragðs- og forvarnaráætlun útbúin.
  • Stýrihópar (quality circles) settir á laggirnar sem virkja starfsmenn við innleiðingu nauðsynlegra úrbóta inni á vinnustaðnum .
  • Mat á árangri og eftirfylgd eins lengi og þörf krefur.

 

Markmiðið er að vinna náið með stjórnendum og starfsmönnum að forvörnum, heilsueflingu og hverjum þeim breytingum sem eru til hagsbóta fyrir vinnustaðinn.

Láttu ekki hjá líða að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar um ofangreinda þjónustu Úttektar og úrlausnar.