Meint einelti eða samskiptavandi á vinnustað

vinnustada1Einelti er aldrei einkamál geranda og þolanda

Það sama gildir um erfið samskipti á vinnustaðnum. Í báðum tilfellum er um ,skaðlegan' vágest að ræða sem eyðileggur starfsandann, veldur lakari frammistöðu og hefur neikvæð áhrifa á margt annað.

Úttekt og úrlausn hefur áralanga reynslu á sviði þessa mikilvæga málaflokks.
 

 • Úttekt á meintu einelti eða samskiptavanda
  Stundum koma upp mál þar sem rannsaka þarf hvort einelti eða samskiptavandi þrífist innan vinnustaðarins. Rætt er við málsaðila og vitni og sjónum beint að áhrifa- og orsakaþáttum. Eftir að greining liggur fyrir eru niðurstöður settar fram í greinargerð. í framhaldinu fá stjórnendur ráðgjöf og handleiðslu um hvernig leiða má málefnin til lykta.

 • Handleiðsla og ráðgjöf.
  Í sumum tilfellum geta forsvarsmenn vinnustaða sjálfir leyst úr einstökum málum en þurfa ráðgjöf og handleiðslu frá sérfræðingi.
   
 • Námskeið og fyrirlestrar í þágu starfsmanna og stjórnenda
  „Fyrirbyggjandi vinna er betri en lækning". Ein mikilvægasta forvörnin gegn samskiptavanda, einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað er vönduð fræðsla og þjálfun sem eflir næmni, skilning og áhættuvitund. Markmiðið er að stjórnendur og starfsmenn geti sjálfir komið í veg fyrir að samskiptavandi eða einelti nái að skjóta rótum. Með þessu er jafnframt stuðla að betra starfsumhverfi og vellíðan á vinnustaðnum.
   
 •  Stuðningsviðtöl
  Stundum þurfa starfsmenn eða stjórnendur að leita sér utanaðkomandi sérfræðiaðstoðar eftir að hafa búið við of mikið tilfinningalegt álag, hvort sem er af völdum erfiðra samskipta, eineltis, áfallastreitu eða vanda af öðru tagi. Úttekt og úrlausn hefur tveggja áratuga reynslu af einstaklingsmiðaðri greiningu, ráðgjöf og meðferð.
   
 • Stefnumótun í eineltismálum
  Sérhver vinnustaður þarf að móta sér skýra stefnu á sviði eineltismála. Fyrir hendi þarf að vera skrifleg áætlun um hvernig bregðast skal við ef einelti kemur upp á vinnustaðnum. Jafnframt þessu þarf atvinnurekandinn að fræða starfsfólk sitt um eðli og einkenni eineltis. Góð fræðsla og skrifleg stefnumótun í eineltismálum hefur mikilvæg forvarnaráhrif auk þess sem tryggt er, eins og kostur er, að tekið sé á málum með réttum hætti.

  Úttekt og úrlausn aðstoðar vinnustaði við stefnumótun í eineltismálum.
   
 • Úttekt og úrlausn er viðurkenndur þjónustuaðili á sviði vinnuverndar

  Á vefsíðu Vinnueftirlits ríkisins kemur fram:

  „Sérfræðingur [viðurkenndur þjónustuaðili], sem vinnur að heilsuvernd á vinnustað, skal starfa sem óháður, sérfróður aðili. Hann skal vera atvinnurekendum, fulltrúum þeirra og launafólki til ráðuneytis og ráðgjafar, svo og öryggistrúnaðarmönnum og öryggisvörðum, við að skapa sem öruggast og heilsusamlegast vinnuumhverfi".