Breytingastjórnun

Mikilvæg forsenda breytingastjórnunar felst í því að fá liðsheildina með sér


Þegar um breytingarstjórnun er að ræða er verulega mikilvægt að missa ekki sjónar af þeirri staðreynd að við erum ólík. Viðhorf okkar, hagsmunir og þarfir fara ekki endilega saman við hugmyndir stjórnenda um fyrirhugaðar breytingar. Þegar svo er má vænta mótstöðu gegn breytingunum.

Með öðrum orðum, Þekking og skilningur á afstöðu og viðhorfum þeirra sem breytingin kemur til með að hafa áhrif á þarf að liggja fyrir áður en við reynum að hrinda breytingaráformum okkar í framkvæmd

Reynsla hefur sýnt að vantrú og mótstaða starfsmanna, og sumra stjórnenda, gegn breytingum hefur reynst verulega dýrkeypt. Ef jafnvel hluti liðsheildarinnar er ekki heilshugar þegar hrinda á breytingum í framkvæmd er slíkt iðulega alvarlegur dragbítur á tíma, fjármuni, veldur aukinni fyrirhöfn, leiðir til flokkadrátta, hagsmunaárekstra, ágreinings, o.s.frv.

 

signpostViðfangsefni breytingastjórnunar eru meðal annars:

  • Breytingar í tengslum við starfsandann á vinnustaðnum.
  • Efling liðsheilda.
  • Koma til leiðar breyttum viðhorfum starfsmanna.
  • Sameining deilda.
  • Breytingar á stjórnun (strategic changes).
  • Efling á sviði persónubundinnar stjórnunar.

 

Úttekt og úrlausn hefur áralanga reynslu af innleiðingu breytinga innan fyrirtækja- og stofnana. Til að árangur sé í höfn þarf ósjaldan að takast á við mótstöðu, greina hagsmuni og þarfir, sætta ólík sjónarmið og leggja grunn að áhugaverðum valkostum og lausnum.

 

Öflugar og þrautreyndar aðferðir

Hvort sem um er að ræða einstaklingsmiðaða breytingastjórnun eða aðstoð við teymi eða stærri liðsheildir, Auk þess að vinna á grunni lausnarmiðaðrar nálgunar (Solution Focused Therapy) nýtir Úttekt og úrlausn sér öflugar og þrautreyndar aðferðir úr smiðju ,Personal Construct Psychology'. Þessar aðferðir gera það meðal annars mögulegt að ,kortleggja‘ skilning og upplifun einstaklingsins í verulegum smáatriðum, draga fram mikilvæg orsakatengsl, afhjúpa styrkleika og veikleika, greina valþröng og mótstöðu. Afraksturinn tryggir skilvirka ákvarðanatöku um orsakir og leiðir til lausnar.

Hikaðu ekki við að hafa samband, óskir þú eftir frekari upplýsingum um þá möguleika sem fyrir hendi eru.