Þjónusta í þágu vinnustaða

Meint einelti eða samskiptavandi á vinnustað


vinnustada1Einelti er aldrei einkamál geranda og þolanda

Það sama gildir um erfið samskipti á vinnustaðnum. Í báðum tilfellum er um ,skaðlegan' vágest að ræða sem eyðileggur starfsandann, veldur lakari frammistöðu og hefur neikvæð áhrifa á margt annað.

Úttekt og úrlausn hefur áralanga reynslu á sviði þessa mikilvæga málaflokks.  

Helstu þjónustuþættir: 

 • Úttekt á meintu einelti eða samskiptavanda
  Stundum koma upp mál þar sem rannsaka þarf hvort einelti eða samskiptavandi þrífist innan vinnustaðarins. Rætt er við málsaðila og vitni og sjónum beint að áhrifa- og orsakaþáttum. Eftir að greining liggur fyrir eru niðurstöður settar fram í greinargerð. í framhaldinu fá stjórnendur rðagjöf og handleiðslu um hvernig leiða má málefnin til lykta.

 • Handleiðsla og ráðgjöf
  Í sumum tilfellum geta forsvarsmenn vinnustaða sjálfir leyst úr einstökum málum en þurfa ráðgjöf og handleiðslu frá sérfræðingi.
   
 • Námskeið og fyrirlestrar í þágu starfsmanna og stjórnenda
  „Fyrirbyggjandi vinna er betri en lækning". Ein mikilvægasta forvörnin gegn samskiptavanda, einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað er vönduð fræðsla og þjálfun sem eflir næmni, skilning og áhættuvitund. Markmiðið er að stjórnendur og starfsmenn geti sjálfir komið í veg fyrir að samskiptavandi eða einelti nái að skjóta rótum. Með þessu er jafnframt stuðla að betra starfsumhverfi og vellíðan á vinnustaðnum.

 

 • Stuðningsviðtöl
  Stundum þurfa starfsmenn eða stjórnendur að leita sér utanaðkomandi sérfræðiaðstoðar eftir að hafa búið við of mikið tilfinningalegt álag, hvort sem er af völdum erfiðra samskipta, eineltis, áfallastreitu eða vanda af öðru tagi. Úttekt og úrlausn hefur tveggja áratuga reynslu af einstaklingsmiðaðri greiningu, ráðgjöf og meðferð.

 • Stefnumótun í eineltismálum
  Sérhver vinnustaður þarf að móta sér skýra stefnu á sviði eineltismála. Fyrir hendi þarf að vera skrifleg áætlun um hvernig bregðast skal við ef einelti kemur upp á vinnustaðnum. Jafnframt þessu þarf atvinnurekandinn að fræða starfsfólk sitt um eðli og einkenni eineltis. Góð fræðsla og skrifleg stefnumótun í eineltismálum hefur mikilvæg forvarnaráhrif auk þess sem tryggt er, eins og kostur er, að tekið sé á málum með réttum hætti.

  Úttekt og úrlausn aðstoðar vinnustaði við stefnumótun í eineltismálum.
   
 • Úttekt og úrlausn er viðurkenndur þjónustuaðili á sviði vinnuverndar

  Á vefsíðu Vinnueftirlits ríkisins kemur fram:

  „Sérfræðingur [viðurkenndur þjónustuaðili], sem vinnur að heilsuvernd á vinnustað, skal starfa sem óháður, sérfróður aðili. Hann skal vera atvinnurekendum, fulltrúum þeirra og launafólki til ráðuneytis og ráðgjafar, svo og öryggistrúnaðarmönnum og öryggisvörðum, við að skapa sem öruggast og heilsusamlegast vinnuumhverfi".

Áfallahjálp


afall gulurÞegar áfall dynur yfir getur það haft alvarleg áhrif á tilfinningalegt jafnvægi einstaklinga og starfshópa
 

Ýmislegt getur stuðlað að vanlíðan eða jafnvel skertri starfsorku:

 • Ógnvekjandi atburðir, t.d. ofbeldi eða eldsvoði.
 • Alvarleg slys, veikindi eða andlát.
 • Einelti og/eða kynferðisleg áreitni.


Mikilvægt er að hafa í huga að venjubundnar leiðir til að bregðast við duga yfirleitt skammt þegar áhrifin eru mikil og þungbær. Ef ekki er tekið á vandanum getur hann þróast og jafnvel valdið varanlegum skaða (skertri starfsorku vegna vítahrings þunglyndis og kvíða; svefnerfiðleika, stoðkerfisvanda og annað í þeim dúr).


Úttekt og úrlausn, sálfræðistofa, hefur í gegnum árin sinnt áfallahjálp fyrir vinnustaði og hafa verkefnin ýmist tengst starfshópum eða einstaklingum. Lesa meira ...

 

Lausnarmiðuð nálgun


lausnarmidadStundum er nauðsynlegt að taka á málum


Starfsandinn er ef til vill ekki upp á marga fiska; erfiðlega hefur gengið að leysa úr ágreiningi og virðist sem engu verður lengur hnikað; trúnaðarbrestur hefur ef til vill komið upp og stjórnendur eru ráðþrota. Hvað er til ráða?
 

Lausnarmiðuð nálgun (Solution focused Coaching) er hraðvirkt og öflugt úrræði sem nýta má við lausn margvíslegra viðfangefna sem koma upp á vinnustöðum og annars staðar.
 

Dæmi um viðfangsefni: 

 • Efling starfsanda á vinnustað
 • Lausn ágreinings
  (einstaklingar og hópar)
 • Markþjálfun (coaching)
 • Innleiðing breytinga
 • ... og fyrir margt annað

 

Í lausnarmiðaðri nálgun er megináherslan fyrst og fremst á það að á nýta hyggjuvit, úrræði, styrkleika og hæfni starfsmanna við úrlausn mála. Lesa meira ...

 

Heilsuefling á vinnustað (sálfélagslegt áhættumat)


heilsefling vinnustad

Með hugtakinu ,sálfélagslegir áhættuþættir‘ er átt við áhrifaþætti í vinnuumhverfinu sem vinna gegn góðri líðan og heilsu starfsmanna
 

Markmiðið með sálfélagslegu áhættumati (forsenda heilsueflingar) er að bæta heilsu og líðan vinnandi fólks og um leið að fyrirbyggja andleg og líkamleg álagseinkenni. Góð líðan starfsmanna er afar mikilvæg forsenda árangurs sem skilar ávinningi fyrir vinnustaði, starfsmenn og þjóðfélagið í heild.


Dæmi um sálfélagslega áhættuþætti:

 • Neikvæður starfsandi, stífur og formfastur.
 • Ágreiningur, samskipti stirð og erfið.
 • Streituvandi of mikið vinnuálag.
 • Leiðinleg og einhæf störf.
 • Skortur á samráði, of lítið upplýsingastreymi. 

 

Sálfélagslegir áhættuþættir, eins og þeir sem hér hafa verið nefndir, eru alvarlegur dragbítur á tilfinningalega líðan, tíma, fjármuni og árangur fyrirtækja og stofnana.
 

Úttekt og úrlausn framkvæmir úttekt á sálfélagslegum áhættuþáttum á vinnustöðum.

Fyrsta skrefi að lausn vandans er fólgið í gerð vinnusálfræðilegs áhættumats sem felst í kerfisbundinni athugun á vinnuaðstæðum til þess að kanna hvort eitthvað í vinnuumhverfinu, vinnuskipulaginu eða við framkvæmd vinnunnar geti hugsanlega leitt til andlegs eða líkamlegs tjóns, þar á meðal eineltis. 

Þegar niðurstöður liggja fyrir gefst tækifæri til að taka á álagsþáttum, bæta vinnuskipulagið og vinnuumhverfið. Slíkt framtak eykur á almenna vellíðan og vinnugleði.     Lesa meira ...

 

Handleiðsla og ráðgjöf

row4 escher hand w175px


Í trúnaðarviðtali gefst tóm til að ræða viðkvæm málefni, greina orsakir og leggja grunn að lausnum.


Dæmi um viðfangsefni:

 • Streita og kulnun í starfi.
 • samskiptaerfiðleikar.
 • Erfiður siðavandi.
 • Óánægja, þrúgandi starfsandi.
 • Erfiðar breytingar.
 • Áföll í einkalífi.
 • Frestunarárátta.
 • ... og margt annað.

 

 

 

 

 

Í boði er sérþekking sem gerir kleift að laga hjálpina að þörfum hvers og eins. 

Í þessu felst sálfræðileg greining þeirra þátta sem liggja til grundvallar þess sem við er að eiga.
Lagður er grundvöllur að hagnýtum úrlausnum og framkvæmd þeirra fylgt eftir eins lengi og þörf krefur.

Handleiðsla og ráðgjöf í þágu:

StjórnendaLesa meira ... Almennra starfsmannaLesa meira ... StarfshópaLesa meira ...

 

Streitustjórnun á vinnustað


note klemmaStreita er ein algengasta orsök
heilbrigðisvandamála á vinnustað

Streitu á vinnustað má skilgreina með hliðsjón af getu starfsmanna til að bregðast við verkefnum vinnuumhverfisins. Ef álagið er t.d. umfram getu og verkefnin of mörg, safnast upp meiri spenna en góðu hófi gegnir.


Streita á vinnustöðum er alvarlegt vandamál, ekki eingöngu fyrir starfsmenn heldur einnig rekstrarþáttinn.

Streituvandi á vinnustaðnum hefur neikvæð áhrif á frammistöðu og heilsu starfsmanna jafnframt sem hún eykur kostnað og dregur úr framleiðni. Streituvandi stuðlar að vanlíðan, kvíða og vangetu starfsmanna til einbeitingar. Heildaráhrifin eru mjög skaðleg. Fyrir vinnustaðinn þýðir þetta auknar fjarvistir, verri árangur, meiri starfsmannaveltu. Svo má lengi telja.

Spurning er þessi: „hvað gerist þegar álagið á vinnustaðnum verður þjakandi og það sem eitt sinn var áhugavert er farið að valda andlegu álagi og ógna heilsu og velferð starfsmanna?”
 

Úttekt og úrlausn veitir fyrirtækjum og stofnun aðstoð við að taka á streituvandanum.      Lesa meira ...

 

Repertory Grid (heildarsýn á traustum grunni)


Öflugt þekkingar- og gæðastjórnunartæki


repertory grid 

Víðtækir notkunarmöguleikar:

 • Frammistöðumat, t.d. í þágu stjórnendateymis.
 • Einstaklingsráðgjöf, handleiðsla og meðferð.
 • Stöðumat og efling starfshópa (coaching).
 • Efling innsæis (self-insight exercise).
 • ,Kortleggja' upplifun og afstöðu einstaklinga
  og hópa.
 • Greining á starfsanda.
 • Laða fram dulda sérfræðiþekkingu (tacit knowledge) sem síðan er hægt að miðla til annarra.
 • Við gerð ráðningarviðmiða / í ráðningarferlinu.
 • Viðhorfskannanir (,klæðskerasaumað').
 • Starfsmanna- og stjórnendaþjálfun.
 • ... og fyrir margt annað


,Repertory Grid' gerir okkur kleyft að afhjúpa ,stóru' myndina og draga fram minnstu smáatriði.


Repertory Grid:

 • statistics gridDregur fram/afhjúpar gildismat, afstöðu og viðhorf einstaklinga og hópa.
 • Útlistar mikilvæg orsakatengsl; gefur nákvæma yfirsýn; afhjúpar valþröng (dilemma's) og mótstöðu (resistance); sviptir hulunni af dýpri áhrifa og orsakaþáttum.
 • Bylting í framsetningu upplýsinga. Á einu augabragði er hægt að greina öll mikilvægustu lykilatriðin (einnig það sem áður voru dulin).
 • Unnið er með persónlegar upplýsingar frá einstaklingum, hópum og stærri skipulagsheildum án þess að hið persónulega og sértæka glatist við úrvinnslu.
 • Samþættir eiginlega (qualitative) og megindlega (quantitative) nálgun í úttekt/rannsóknum.
 • Afraksturinn tryggir trausta og skilvirka ákvarðanatöku.

 

salesmenVarðandi fyrirlagningu og úrvinnslu:

 • ,Repertory Grid' er hægt að leggja fyrir einstaklinga eða hópa á grunni persónulegs viðtals eða með rafrænum hætti (tölvu).
 • Ef viðfangefnið er t.d. úttekt á hæfni lykilstjórnenda er áherslan á að greina þá grunnþætti sem skipta mestu fyrir árangur í starfi, auk, þess að skrá niður það sem er til marks um hið gagnstæða.
 • Eftir að viðfangsefnið liggur fyrir er fyrsta skrefið að tilgreina þá stjórnendur sem úttektin skal beinist að. Þeir eru ,viðföng' úttektar (á ensku „elements”).
 • Næsta skref felst í því að draga fram svokallaðar ,merkingarvíddir' (constructs). þá eiginleika sem stjórnendurnir eru metnir út frá (til dæmis: „miðlar verkefnum við annarra” andstætt því að viðkomandi „situr á verkefnum, deilir þeim ekki út”). Mikilvægt er að draga fram nákvæm og greinargóð svör. Þegar nægjanlegur fjöldi merkingarvídda liggur fyrir eru þær færðar inn á ,Repertory Grid’ eyðublað (skema).
 • Því næst er lagt tölulegt mat á hvern og einn (stjórnanda) út frá hverri og einni merkingarvídd. Tölulegar upplýsingar eru ,mataðar´ inn í ,Repertory Grid´ forritið og unnið úr niðurstöðunum á grunni margvíslegra stærðfræðiaðgerða (t.d. þátta- og klasagreiningar).
 • Með ,Repertory Grid’ greiningartækinu eru sértækar persónulegar upplýsingar flokkaðar af nákvæmni og koma greiningarniðurstöður fram með ýmsum hætti. Afraksturinn býður upp á einstakt tækifæri til nákvæmari úrvinnslu og umræðu og í framhaldi af því, stuðlar að upplýstri og hnitmiðaðri ákvarðanatöku.

 

Umfjöllun um Repertory Grid:  The Economist


Þjónusta úttektar og úrlausnar:

Láttu ekki hjá líða að hafa samband hafir þú spurningar eða myndir vilja fá nánari kynningu á möguleikum ,Repertory Grid'.