Úttekt og úrlausn

Fyrirtækja- og vinnusálfræði fyrir einstaklinga, starfshópa og stærri skipulagsheildir
 

Úttekt og úrlausn var stofnað í mars 1998 af Marteini Steinari Jónssyni, sálfræðingi. 

Markmið
Úttektar og úrlausnar er að efla hæfni og getu vinnustaða, starfsmanna og stjórnenda í tengslum við þau viðfangsefni sem máli skipta fyrir góðan árangur, farsæl samskipti og vellíðan í starfi.

Verkefni
Öll almenn vinnusálfræðiþjónusta, sáttamiðlun, úttekt, greining og úrlausn meints eineltis á vinnustað eða samskiptavanda; fræðsla, fyrirlestrar og námskeið, lausnarmiðuð vinna (meðal annars ,Solution Focused Coaching'), ráðgjöf (og jafnvel meðferðarviðtöl), handleiðsla og þjálfun fyrir almenna starfsmenn, stjórnendur og starfshópa, úttekt á sál- félagslegum áhættuþáttum á vinnustað.

 

Viðurkenndur þjónustuaðili
Úttekt og úrlausn er viðurkenndur þjónustuaðili Vinnueftirlits ríkisins á sviði vinnuverndar (með áherslu á andlega og félagslega áhættuþætti á vinnustöðum). Á vefsíðu Vinnueftirlits ríkisins kemur fram:

„Sérfræðingur [viðurkenndur þjónustuaðili], sem vinnur að heilsuvernd á vinnustað, skal starfa sem óháður, sérfróður aðili. Hann skal vera atvinnurekendum, fulltrúum þeirra og launafólki til ráðuneytis og ráðgjafar, svo og öryggistrúnaðarmönnum og öryggisvörðum, við að skapa sem öruggast og heilsusamlegast vinnuumhverfi".

Almenn sálfræðiþjónusta
Úttekt og úrlausn sinnir sálfræðiþjónustu fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur og börn.