Meðferð

Við upphaf viðtals, eftir stutt spjall á nótum almennrar kynningar, er sjónum beint að viðfangsefni meðferðar, því sem skjólstæðingurinn óskar aðstoðar við. Hlutverk mitt er að setja mig í spor viðkomandi og leitast við að því að skapa nægjanlegan trúnað og traust í minn garð svo skjólstæðingurinn eigi auðvelt með að opna sig um málefni sín.

Virk hlustun - Ég leggur mig fram um að hlusta af hluttekningu og skilningi á það sem miðlað er með orðum sem og tilfinninga- og líkamstjáningu. Öll tjáning, hvort sem er í orðum eða látbragði, er til umfjöllunar. Jafnframt þessu er áherslan á gagnkvæmt samtal og samvinnu meðferðaraðilans og skjólstæðingsins. Kerfisbundið er unnið að því að því að draga úr vanlíðan og efla innsæi og skilningi skjólstæðingsins á rótum vandans.

Orsakaþættir - Þeir áhrifaþættir sem orsaka og viðhalda vandanum eru oftar en ekki töluvert ómeðvitaðir, þrátt fyrir að hafa haft viðvarandi og íþyngjandi áhrif á líðan þess sem leitar sér hjálpar. Fyrsta skrefið í átt að betri líðan er að svipta hulunni af þessum ómeðvituðu áhrifaþáttum. Í framhaldinu þarf að efla og brýna skilning og vitund skjólstæðingsins á þeim nýju upplýsingum sem komið hafa fram í dagsljósið. Lokaskrefið er umbreytingarferlið þar sem vandinn er að lokum upprættur. afraksturinn er ný og mun betri líðan.

Meðferðarleiðir - Ég hef aðallega tileinkað mér meðferðarleiðir sem eiga rætur að rekja til húmanískra (humanistic therapy) og sálaflsfræðilegra kenninga (psychodynamic psychotherapy) jafnframt því sem ég samþætti við aðrar aðferðir sálfræðinnar.

Hér eru nefndar nokkrar meðferðarleiðir.

Personal Construct Psychology - Ég hef mikið hagnýtt mér ,Personal Construct Psychology' en þessi meðferðarleið er mikið notuð innan klínískrar sálfræði við greiningu og meðferð. PCP hefur undanfarna tvo áratugi verið beitt með góðum árangri innan fyrirtækja og stofnana. Einn mikilvægasti ávinningur þess að byggja á vönduðum fræðilegum grunn er hversu nákvæma innsýn kenningin veitir við greiningu og mat á innri og ytri vanda skjólstæðingsins (Ítarefni: PCP Net).

Eitt af þeim ,tækjum‘ sem þróuð hafa verið innan ,Personal Construct Theory‘ er Repertory Grid Um er að ræða alhliða greiningartæki. Notagildi og sveigjanleiki þess er það víðfemur að hentar til notkunar hvort sem um er að ræða úttekt á sálarlífi einstaklingsins eða úttekt á samskiptahæfni starfshópa í fyrirtækjum.

Coherence Therapy - Ég nýti mér einnig mjög öflugt meðferðarform sem nefnist ,Coherence Therapy‘. Um er að ræða hraðvirkar aðferðir við að afhjúpa ómeðvitaða orsakaþætti að baki djúpstæðum tilfinningavanda. Jafnframt þessu er um að ræða meðferðaform sem megnar að aflétt vandanum og koma róttækum breytingum til leiðar (Ítarefni: Coherence Therapy website).

EMDR - Ég hef á undanförnum árum einnig nýtt mér ,EMDR (Eye Movement Desensitisation and Reprocessing‘. Um er að ræða öfluga meðferðartækni sem nýtist við meðferð djúpstæðs tilfinningavanda af margvíslegum toga, þá einkum eftiráfalls- og álagsröskunar (Post Traumatic Stress Disorder). Hér er átt við alvarlegan tilfinningavanda sem myndast getur af margvíslegum orsökum, svo sem tilfinningalegu og líkamlegu ofbeldi; kynferðislegri misnotkun; nauðgun; heimilisofbeldi; alvarlegum áföllum og slysum; náttúruhamförum (snjóflóðum, jarðskjálftum, o.s.frv.) og fl. (Ítarefni: EMDR Institute).

Hafir þú einhverjar spurningar varðandi meðferðarleiðir og vinnuaðferðir mínar, hikaðu þá ekki við að hafa samband.