Sálfræðistofa

Sálfræðiþjónusta - greining, ráðgjöf og meðferð á stofu fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur og börn hefur skipað stóran sess á undanförnum árum, en ég hef rekið sálfræðiþjónustu fyrir almenning nær óslitið frá árinu 1996. Sálfræðþjónustan er til húsa að Garðatorgi 7, Garðabæ, á hæðinni fyrir ofan Heilsugæslustöðina í Garðabæ.

Fjöldi viðtala er breytilegt og fer eftir eðli vanda.

Skjólstæðingum er vinsamlega bent á að kynna sér þær reglur sem gilda um afboðanir

 

 Sálfræðileg aðstoð vegna:
 • Djúpstæðs tilfinningalegs vanda
 • Kvíða/þunglyndis
 • þungbærra áfalla og áfallaröskunar (EMDR)
 • Aðlögunarvandamála
 • Streitu
 • Neikvæðrar sjálfsmyndar og skorts á sjálfsöryggi
 • Samskiptaörðugleika
 • Forsjár- og umgengnisréttarmála
 • Sambúðar- og fjölskylduerfiðleika
 • Sambúðarrofs / skilnaðar
 • Fíknar
 • Vanda tengdum samskiptum og uppeldi barna
 • Sorgar
 • Fælni
 • Þráhyggju og/eða áráttu
 • Kynlífsvanda
 • Átvandamála
 • Kynferðislegrar misnotkunar
 • Ofbeldis- og reiðivanda
 • Langvinnra verkja og/eða síþreytu
 • .... og vanda af öðru tagi
 


Viðtalsbeiðnir í síma: 899 4149 eða 554 4417 Með tölvupósti: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ef símsvarinn er á, leggðu þá inn nafn og símanúmer og mun ég hafa samband við fyrsta tækifæri.

Staðsetning sálfræðistofu, Garðatorg 7, 201 Garðabæ