Námskeið

Notkun 360° endurgjafar við mat á frammistöðu stjórnenda og starfsmanna getur verið, ef rétt er að málum staðið, skilvirk og nákvæm matsaðferð.

Hefðbundin nálgun við 360º mat hefur verið fólgin í notkun staðlaðra matslista (off the shelf questionnaires) sem hefur þann óheppilega annmarka að ekki er sjálfgefið að tekið sé miða af þeim sértæku forsendum og aðstæðu sem fyrir hendi eru innan starfshópsins.

Úttekt og úrlausn býður upp á 360° endurgjöf, sem hefur þá mikilvægu sérstöðu, umfram það sem almennt viðgengst við 360º mat, að atriði úttektar eru sérvalin af þátttakendunum sjálfum og þannig tekið mið af þeim tilteknu málefnum sem þarf að vinna með innan starfshópsins.

,Klæðskerasaumuð' 360º úttekt úttektar og úrlausnar hámarkar réttmæta greiningu og endurgjöf og stuðlar með þeim hætti að góðum árangri.

360 degree logo smaller

 

Forsendur og ávinningur:

  • Þátttakendur fá nákvæma (nafnlausa) endurgjöf frá samstarfsmönnum sem miðar að því að skerpa og efla innsæi og vitund um eigin hegðun og frammistöðu í samskiptum og samvinnu.
  • Jafnframt þessu er farið ofan í saumana á hvernig starfsmenn upplifa aðra í hópnum.
  • Unnið með heildarsýn hópsins, hvernig hver og einn kemur fyrir sjónir annarra. Samtímis þessu er dreginn upp ítarleg mynd af því hvernig hópurinn skynjar sjálfan sig.
  • Athugað er hvort niðurstöður úttektar kalla á breytingar.
  • Sé svo, fer fram verkefnavinna þar sem unnið er áfram með málefnin með það að markmiði að koma hagkvæmum breytingum til leiðar.


Áhersla er lögð á trúnað í meðferð þeirra upplýsinga sem fram koma og þátttakendur þurfa ekki að tjá sig um málefni sem þeir treysta sér ekki til að ræða. Leitast er við að skapa opnun og öryggiskennd svo mögulegt sé, ef ástæða er til, að taka á málefnum sem erfitt hefur verið að ræða.


Verkleg æfing ásamt handleiðslu og endurgjöf.

Vinnustofan er fyrir starfsmenn sem vinna náið saman (liðsheild / teymi).

Lengd: 6 kennslustundir.