Námskeið / Vinnusálfræði

Erfiði viðskiptavinurinn

difficult customerMikill ávinningur felst í því að geta tekið "vindinn úr seglum" þess sem er ósátt(ur) og stuðla að velvild og samstarfsvilja.

difficult2Mikilvægt er að stjórnendur og almennir starfsmenn búi yfir góðri hæfni til að takast á við erfiða viðskiptavini og/eða samstarfsmenn (reiða, ósanngjarna, o.s.frv.) fremur en að fara í varnarstöðu og lenda í átökum.

Ef viðleitni þjónustuaðilans beinist að því að ríghalda í eigin málstað og skáka "andstæðingnum" út af borðinu sigrar hvorugur. Afleiðingin verður óvild og reiði fremur en velvild og gagnkvæmur skilningur.


Meginmarkmið námskeiðsins:

  • Þátttakendur læri að mæta óvild, reiði, ósanngirni, o.s.frv. með þeim hætti að leiði til velvildar og samstarfsvilja.
  • Kenna og þjálfa skilvirkar aðferðir sem megna að taka ,vindinn úr seglum' þess sem er ósáttur.
  • Efla öryggi og yfirvegun í samskiptum.
  • Að þátttakendur læri að taka ekki persónulega inn á sig ávirðingar og neikvætt viðmót annarra.

 

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, umræðum og verkefnum undir handleiðslu og endurgjöf.

Lengd: 6 kennslustundir.