Námskeið / Vinnusálfræði

Efling samskipta og lausn ágreinings á vinnustað

Vinnustofan er ætluð þeim sem vilja efla og þjálfa hæfni sína til að takast á við ágreining og krefjandi samskipti. Þátttakendur fá í hendur öflug ,verkfæri' þekkingar til betri árangurs á sviði samskipta.

efling samskiptaLýsing: Markmið vinnustofunnar ,Efling samskipta og lausn ágreinings á vinnustað‘ er að efla og þjálfa stjórnendur og starfsmenn til samskipta og samvinnu og þá einkum þegar upp koma erfið ágreiningsmál.

Meðal annars er fjallað um:

  • dýpri áhrifaþætti og forsendur samskipta (þá einkum í tengslum við ágreining).
  • Grunnforsendur árangursríkrar samtalstækni.
  • ástæður mótstöðu (resistance) í samskiptum og hvernig við getum greint hvað er á ferð.
  • hvernig við getum haft jákvæð áhrif á aðra þó við mætum harðri andstöðu.
  • samskiptaleikni og lausnarmiðaða nálgun.

Hugmyndin með vinnustofunni er að færa fólki „verkfæri", þekkingu og aðferðir sem stuðla að yfirvegun og leikni í samskiptum.

Ávinningur:

  • Aukin þekking á hvað skiptir meginmáli við lausn ágreinings.
  • Raunhæfar aðferðir til lausnar.
  • Betri geta til að ,opna‘ á og ræða viðkvæm málefni.
  • Aukin öryggiskennd og ,opnun´ í samskiptum.
  • Meiri starfsánægja og vellíðan.

Vinnustofan er fyrst og fremst ætluð þeim sem starfa saman, t.d. innan teymis, deildar eða á sviði innan fyrirtækja og stofnana.

Tími: (sex klukkustundir, annað hvort í eitt skipti eða í tvö skipti - þrjár klst. hverju sinni).

Fjöldi þátttakenda: Tíu til þrjátíu.