Námskeið

Seigla er kjarni sigurviljans

Námskeiðið, 'Seigla er kjarni sigurviljans er ætlað öllum þeim sem vilja efla árangursríkt hugarfar og er byggt á metsölubókinni 'Þú getur ...' sem kom út í árslok 2008.

Námskeiðið er þjálfunarnámskeið sem hvetur til bjartsýni og athafnagleði á óvissutímum. Þátttakendur fá tækifæri til að efla hæfni sína til að takast á við krefjandi aðstæður af styrk og baráttugleði. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að líta á viðfangefni lífsins sem kærkomið tækifæri til þjálfunar.
 

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Mikilvægi þess að við virkjum og nýtum þá seiglu og dug sem við búum öll yfir.
  • Aðferðir til að byggja upp öflugt sjálfstraust. Að við horfum til lengri tíma og leitum skapandi lausna.
  • Hagnýtar aðferðir til að takast á við mótlæti og andstreymi.
  • Öflugar leiðir til að auka sinn innri styrk.

 

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og verklegum æfingum ásamt handleiðslu og endurgjöf.

Lengd: 5 kennslustundir.