Námskeið

bornSamskipti við börn og unglinga

Námskeiðið 'Samskipti við börn og unglinga' fjallar um mikilvægar forsendur farsælla samskipta.

 

Hvernig getum við áttað okkur betur á þörfum barna og unglinga?

  • Í mörgum tilfellum getur tjáning barna og og unglinga verið fremur óskýr, um hálfgert "dulmál" getur verið að ræða.
  • Mikilvægt að geta 'lesið á milli línanna'. Að áttað sig á þörfum barnsins / unglingsins, hvað boðskapur leynist að baki ytra látbragðs og orða.
  • Hér reynir á gott innsæi uppalenda, getu til að 'hlusta' eftir tilfinningum.

 

Hvað ber að varast í samskiptum:

  • Hvernig getum við afstýrt árekstrum?
  • Hvaða viðbrögð eru óheppileg?
  • Hvernig getum við tekist á við krefjandi hegðun?

 

Lengd: 4. klst.

Aðferðir árangursríkrar tjáningar:

  • Listin að hlusta af virðingu.
  • Listin að tjá sig, orðaval hefur mikið vægi.
  • Virðing vekur virðingu, mótstaða kallar á mótstöðu.