Samskiptavandi

Ágreiningsmál geta orðið persónuleg sé ekki strax tekið í taumana ...

Árekstrar á milli fólks og samskiptavandi kemur iðulega upp á vinnustöðum. Ef ekki er tekið strax í taumana fara ágreiningsmál í hnút og verða persónuleg. Deilan hættir að vera málefnaleg sem stuðlar að flokkadráttum og neikvæðu umtali. Oftar en ekki bregst fólk við með því að ,lita‘ persónu gagnaðilans afar dökkum litum og túlka mest allt sem viðkomandi segir og gerir með neikvæðum hætti.

Þegar ágreiningsefnin eru orðin persónuleg stendur viðkomandi frammi fyrir miklum vanda, því þá kemur upp staðan ég gegn þér fremur en við gegn viðfangsefninu.

Úttekt og úrlausn hefur tekið á samskiptavanda á vinnustöðum í gegnum tíðina. Hikaðu ekki við að hafa samband.