Efling starfsanda á vinnustað

Starfsandinn hefur mótandi áhrif ...

Starfsandinn hefur mótandi áhrif á viðbrögð, samskipti, viðmót, frammistöðu og líðan allra þeirra sem eru á vinnustaðnum:

Flestir þeir sem fjallað hafa um vinnustaðamenningu ræða um að vinnustaðamenning sé grunnurinn að góðum starfsanda, jafnframt því að vera ákvarðandi fyrir árangur skipulagsheilda. 

Starfsandinn og vinnustaðarmenningin

Starfsandinn á vinnustaðnum ræðst mjög mikið af vinnustaðamenningunni, með öðrum orðum: „hvernig við gerum hlutina hér“. Hér er vísað til ríkjandi hefða, dyggða, viðhorfa, væntinga, samskipta, og hegðunarmunsturs á vinnustaðnum. Þetta eru „óskrifaðar“ reglur um „rétta“ hegðun, viðmót og afstöðu. Vinnustaðarmenningin er þannig óáþreifanlegt, en öflugt stjórntæki sem „leggur línuna“ og heldur skipulagsheildinni saman með því að veitir mannskapnum taumhald.

Lausnarmiðuð vinna

Ef starfsandinn á vinnustaðnum er til dæmis ekki nægjanlega góður er mögulegt að breyta því, að því gefnu að allir taki höndum saman. Lykillinn að slíku breytingaferli er tvíþætt. Það felst í greiningu á væntingu og líðan starfsmanna, hvað vinnuandann varðar, og í því að samstilla og nýta krafta, framtakssemi og áhuga hvers og eins í lausnarmiðaðri vinnu við innleiðingu nýrra viðhorfa: „hvernig við gerum hlutina ...“


Hér eru tilgrein helstu skref lausnarmiðaðrar nálgunar í tengslum við eflingu starfsanda á vinnustað. 

(A) ,Kortlagning‘ starfsandans á vinnustaðnum 

Nafnlaus úttekt með þátttöku allra, stjórnenda og starfsmanna. Markmiðið er að greina núverandi stöðu mála, hvernig starfsmenn upplifa samskiptin og starfsandann. Draga fram hvað sé jákvætt og hvað þarf breytinga við.

Með virkri þátttöku allra gefst tækifæri til að öðlast góðan skilning á hvernig hópurinn „hugsar“, hvað skiptir starfsmenn meginmáli við innleiðingu betri starfsanda. 

(B) Flokkun og greining upplýsinga

smasjaÚttekt á samskiptum og starfsanda leiðir oft fram mikið magn upplýsinga. Við atriðagreiningu eru gögnin flokkuð, metin og túlkuð. Að lokum fáum við skýra yfirsýn og getum, í framhaldinu, ákveðið næstu skref.  

(C) Lausnarmiðuð vinna 

Lausnarmiðuð vinna byggir á virkri þátttöku allra þeirra sem eiga hagsmuna að gæta. Starfsmenn og stjórnendur eru höfundar og framkvæmdaaðilar þeirra breytinga sem hrundið er í framkvæmd. Hlutverk Úttektar og úrlausnar er að leiða ferlið og stjá til þess að allt gangi samkvæmt áætlun. 

(D) Mat á árangri 

Að lokum kemur að því að meta þarf árangurinn. Höfum við áorkað að hrinda í framkvæmd því sem að var stefnt eða er þörf fyrir frekari vinnu? Meta þarf hvort ásættanlegur árangur sé í höfn.