Stjórnendur

Handleiðsla og ráðgjöf í þágu stjórnenda

Úttekt og úrlausn sálfræðistofa býður stjórnendum einstaklingsbundna handleiðslu og ráðgjöf sem miðað að efla hæfni á sviði persónubundinnar stjórnunar.

Leiðtogahlutverk stjórnandans
Stjórnendur vinna oftar en ekki undir álagi og þurfa að geta tekið vandasamar ákvarðanir hratt og af öryggi. Á sviði persónubundinnar stjórnunar skiptir miklu að stjórnandinn megni að hvetja og efla liðsandann með þeim árangri að starfsmenn þjappa sér að baki stjórnandans. Einkum skiptir máli, í þessu tilliti, að stjórnandinn búi yfir góðri getu til að mynda góð og traust tengsl við einstaka starfsmenn jafnt sem liðsheildina.

Af ofansögðu er ljóst að hlutverk stjórnandans getur oft verið afar vandmeðfarið.

Þar sem stjórnandinn gerir kröfur til starfsmanna um samviskusemi, heilindi, hollust, stundvísi, dugnað, frumkvæð og árangur þarf hann eða hún jafnframt að vera, í öllu, fyrirmynd starfsmanna.

Mótstaða gegn breytingum
Stjórnendur þurfa að geta skilið ofan í kjölinn og tekist á við dulda orsaka- og áhrifaþáttum sem hafa afgerandi áhrif á afstöðu og viðbrögð starfsmanna. Í sumum tilfellum myndast mótstaða sem vinnur gegn árangri. Ef stjórnandinn gerir sér ekki skýra grein fyrir hvers vegna starfsmenn standa gegn því sem um er að ræða, þá er illt í efni.

Skilvirk ákvarðanataka krefst mjög góðrar getu til að setja sig inn í og skilja hvernig aðrir hugsa (innsæi).

                  Eftirfarandi dæmi veitir nokkra innsýn

cooperation competitionBanki nokkur í Bretlandi vildi víkja frá ríkjandi áherslum á samkeppni milli útibúa og innleiða, þess í stað, nána samvinnu þeirra í milli. Vandinn sem við blasti var sá að sumir útibústjórarnir skynjuðu þessar nýju áherslur sem ógnandi, til þess fallnar að veikja stöðu þeirra sjálfra og útibúsins sem þeir stjórnuðu. Afstaða þeirra var skiljanleg með skírskotun til hvernig „forskot“ á aðra hafði áður haft margvíslega umbun í för með sér. Þeir höfðu því tamið sér að forðast að ljóstra upp „leyndarmálum“ sem gagnast gætu hinum útibúunum.

Hagsmunir og þarfir dregnar fram í dagsljósið
Fyrirtækjasálfræðingur var fenginn til að vinna með vandann. Með viðeigandi aðferðum var unnið að áherslubreytingum hjá útibústjórunum. Í einstaklings- og hópvinnu var tekist á við að draga úr kvíða og efasemdum um hagkvæmni hinnar nýju samvinnustefnu. Að auki var útibústjórunum hjálpað að tjá sig af svo eyða mætti innbyrðis tortryggni og vantrausti. Með þessum hætti var tekist á við dýpri áhrifaþætti (viðhorf og væntingar) sem að öðrum kosti hefðu getað unnið verulega gegn brautargengi og árangri hinnar nýju stefnu yfirstjórnar bankans, sem fólst í því að hverfa frá samkeppnismenningu til samvinnumenningar.

Handleiðsla og ráðgjöf Úttektar og úrlausnar miðaðar að því að efla og skerpa innsæi og skilning stjórnenda á eigin viðbrögð og hegðun jafnframt því að veita vandaða faglega handleiðslu og ráðgjöf á sviði starfsmannamála.