Skilmálar varðandi sálfræðiviðtöl

Um lengd tímans. Hver tími er að jafnaði 50 mínútur og gott er að vera mætt(ur) um fimm til tíu mínútum fyrir tímann. Í sumum tilfellum getur það dregist um nokkrar mínútur að tíminn þinn hefjist á umsömdum tíma en það mun ekki breyta neinu um lengd tímans.

trunadurTrúnaður. Trúnaður ríkir af minni hálfu um það sem þú tjáir þig um í tímanum. Frávik frá þeirri reglu á hins vegar við ef fram koma upplýsingar um að barn (eða börn) sé hugsanlega í hættu, sé beitt ofbeldi eða er í aðstæðum sem ekki geta talist boðlegar. Ef svo er þá áskil ég mér rétt (sökum ákvæða í siðareglum sálfræðinga) að hafa samband við yfirvöld. Önnur undantekning frá trúnaði á við ef þér líður það illa að þú ert alvarlega að íhuga að taka eigið líf, en þá áskil ég mér þann rétt að hafa samband við lækni.

Gjald. Gjald fyrir viðtalstíma greiðist í upphafi eða lok hvers tíma. Að öllu jöfnu eru forsendur áframhaldandi tímabókunar þær að greitt hafi verið fyrir fyrri viðtalstíma.

dagatalVarðandi afboðanir. Vinsamlegast tilkynnið afboðun tíma með eins góðum fyrirvara og mögulegt er, ekki styttri en 24 klst. Ef afbókað er með styttri fyrirvara en 24 klst. ber að 

greiða hálft gjald. Ef þú afboðar þig samdægurs eða mætir ekki, greiðist fullt gjald. Undantekningar eru að sjálfsögðu gerðar þegar aðstæður eru með þeim hætti að ekki er við ráðið, en hafa skal hugfast að ekki eru gerðar undantekningar vegna þess sem þú setur í forgang, t.d. vinnu eða annað í þeim dúr.

Ef þú ákveður að hætta viðtölum myndi ég gjarnan vilja að þú létir mig vita með fyrirvara svo við getum farið yfir stöðu mála og lokið viðtölunum á viðeigandi hátt.

Um aðkomu félagsþjónustu. Ef félagsþjónustan greiðir viðtölin þín og þú kemur ekki í tíma sem þú áttir bókaðan (lætur hjá líða að afboða þig með 24 klst. fyrirvara) þá ber þér sjálfum / sjálfri að greiða tímann sem þú komst ekki í. Ef félagsþjónustan greiðir ekki að fullu uppsett tímagjald þá ber þér sjálfum / sjálfri að greiða mismuninn.

Hafa samband. Ef upp koma þær aðstæður að þú þarft nauðsynlega að ná tali af mér þá er alltaf hægt að hringja í síma 899 4149 eða 554 4417 og leggja inn skilaboð (og símanúmer) ef ég svara ekki og mun ég þá hringja til baka við fyrsta tækifæri. Einnig er hægt að senda mér tölvupóst á  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.