Leið til að uppræta ótta og kvíða

Hefur þér stundum liðið það illa að þú ert við það að missa kjarkinn? Hafa áhyggjurnar og streitan verið það yfirþyrmandi að allt virtist vonlaust? Er þetta nokkuð sem þú kannast við? 

depressedHvað getum við gert þegar vanlíðan og efasemdir sækja að? Hvernig getum við róað hugann, yfirstigið erfiðar tilfinningar og endurheimt sjálfstraustið?

Ég heyrði einu sinni frásögn af gömlum manni sem var við dauðans dyr. Hann var spurður um hvað það væri sem hann sæi mest eftir þegar hann horfði til baka yfir lífshlaup sitt. Eftir nokkra umhugsun sagðist hann sjá mest eftir öllum þeim tíma sem hann hefði eytt í kvíða og áhyggjur. Hann hafði núna, en of seint, áttað sig á þeirri staðreynd að meira en níutíu prósent af öllu því sem hafði angrað hann og haldið fyrir honum vöku, hafði aldrei komið fyrir hann.

Má vera að líkt sé farið um þig og gamla manninn, hvað varðar tilgangslausar og óraunhæfar áhyggjur?

 

En hvað er til ráða?

Hvað getum við gert til að sigrast á áhyggjum og kvíða? Við skulum beina sjónum að áhrifaríkri leið til lausnar.
Þegar kvíða og streita sækir að er mikilvægt að ígrunda vandlega hvað veldur. Hverjir þeir orsaka- og áhrifaþættir eru sem kynda undir vanlíðan. Eftirfarandi spurningar og atriði hafa hagnýtt gildi þegar við leitum orsakanna:

 

Dæmi til nánari skýringar

Gerum ráð fyrir að þú viljir hefja eigin rekstur en ert of hrædd við að taka áhættuna. Hverju sinni sem hugmyndir ber á góma þá bregst þú við með því að segja: „það er allt of mikil áhætta". Óttinn er það áleitin að þú ert farin að telja sjálfgefið að ekki sé möguleiki á að láta drauminn rætast, áhættan sé einfaldlega allt of mikil. Svo er það einn daginn að þér er bent á þá aðferð sem fjallað er um hér að ofan.

Þú byrjar á því að gefa nánari gætur að óttanum gagnvart því að fara af stað með eigin atvinnurekstur. Fljótlega verður þú þess áskynja að óttinn tengist fyrst og fremst fjárhagsáhyggjum, að lenda í fjárhagslegum hremmingum. En til þess að hefja eigin atvinnurekstur þarft þú að segja starfi þínu lausu, taka húsnæði á leigu og fjárfesta í tækjum og búnaði; allt með tilheyrandi óvissu um fjárhagslega afkomu.

Eftir að þú hefur áttað þig á að óttinn tengist fjárhagslegri afkomu, þá er næsta skref fólgið í því að beina sjónum að upptökum óttans og kvíðans. Hvort eigi ef til vill rætur að rekja til erfiðrar kringumstæðna í uppvexti. Ef til vill kemur í ljós að þú hefur ætíð óttast skort og fátækt en upp koma sársaukafullar minningar um erfiðar fjárhagslegar kringumstæður á uppvaxtarárunum.

Þegar hér er komið sögu er mikilvægt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort undirrót óttans og kvíðans sé vegna erfiðra minninga og tilfinninga frá þeim tíma er kringumstæður voru aðrar og verri á barns og eða unglingsárum. Ef svo er þá kemst þú að raun um að ótti við að hefja sjálfstæðan atvinnurekstur á sér ekki neinar raunhæfar forsendur. Aðstæðurnar í dag eru aðrar og betri en á uppvaxtarárum þínum þegar þú varst ekki umkominn að sigrast á vandanum. Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur verið að gera úlfalda úr mýflugu.

happy womanÞú hefur núna öðlast betra innsæi og skýrari vitund um rætur og orsakir óttans. Að óttinn nærðist á tilfinningahlöðnum minningum fortíðar. Samhengi er gjörbreytt frá því sem áður var. Þú ert ekki lengur vanmáttugt barn háð erfiðum kringumstæðum fortíðar.

Þó svo að við séum ef til vill orðin fullorðin þá lifir oft lengi í gömlum glæðum. Það er nú svo að margir láta gamlar tilfinningar ráða ferðinni, gildismati og sýn á eigin getu. Með auknu innsæi getum við í mörgum tilfellum rutt úr vegi tilfinningalegum hindrunum sem eru ekki lengur í samræmi við kringumstæður dagsins í dag.

Mikilvægt er að útbúa áætlun, brjóta viðfangsefnin niður í lítil skref og hefjast handa við framkvæmdina, úrlausn þess sem stefnt er að.