Heilsuefling á vinnustað

heilsefling vinnustad

Með hugtakinu ,sálfélagslegir áhættuþættir‘ er átt við áhrifaþætti í vinnuumhverfinu sem vinna gegn góðri líðan og heilsu starfsmanna

Markmiðið með sálfélagslegu áhættumati (forsenda heilsueflingar) er að bæta heilsu og líðan vinnandi fólks og um leið að fyrirbyggja andleg og líkamleg álagseinkenni. Góð líðan starfsmanna er afar mikilvæg forsenda árangurs sem skilar ávinningi fyrir vinnustaði, starfsmenn og þjóðfélagið í heild.


Dæmi um sálfélagslega áhættuþætti:

Sálfélagslegir áhættuþættir, eins og þeir sem hér hafa verið nefndir, eru alvarlegur dragbítur á tilfinningalega líðan, tíma, fjármuni og árangur fyrirtækja og stofnana.

 

Úttekt og úrlausn framkvæmir úttekt á sálfélagslegum áhættuþáttum á vinnustöðum.

Þegar niðurstöður liggja fyrir gefst tækifæri til að taka á álagsþáttum, bæta vinnuskipulagið og vinnuumhverfið. Slíkt framtak eykur á almenna vellíðan og vinnugleði.

Fyrsta skrefi að lausn vandans er fólgið í gerð vinnusálfræðilegs áhættumats sem felst í kerfisbundinni athugun á vinnuaðstæðum til þess að kanna hvort eitthvað í vinnuumhverfinu, vinnuskipulaginu eða við framkvæmd vinnunnar geti hugsanlega leitt til andlegs eða líkamlegs tjóns, þar á meðal eineltis. 

Þegar niðurstöður liggja fyrir gefst tækifæri til að taka á álagsþáttum, bæta vinnuskipulagið og vinnuumhverfið. Slíkt framtak eykur á almenna vellíðan og vinnugleði.     Lesa meira ...