Fyrirlestrar

Uppbygging í kjölfar áfalla

Efnahagshrunið á Íslandi hefur verið til umfjöllunar á forsíðum stórblaða heimsins og rætt er um að efnahagsvandinn sé í raun dýrustu hamfarir í sögu þjóðarinnar. Þúsundir manna hafa misst atvinnuna og margir sjá ekki til sólar fyrir áhyggjum og kvíða yfir ástandinu og þeim atburðum og breytingum sem framtíðin kann að bera í skauti sínu.

Fyrirlesturinn tekur mið af atburðum í kjölfar hrunsins og fjallar meðal annars um:

  • Hvers er að vænta þegar áföll dynja yfir (sálfræðileg viðbrögð í kjölfari áfalla).
  • Mismunandi einkenni og stig sálrænnar kreppu.
  • Mikilvægi þess að leita þeirra lausna sem eru á okkar valdi, eru innan okkar ‚áhrifahrings‘.
  • Með hverjum hætti við getum staðið gegn lamandi vonleysi og snúið vörn í sókn.
  • Leiðir til að efla sjálfstraustið.

Meginmarkmið með fyrirlestrinum er að vekja áheyrendur til vitundar um að forsendur þess að við stöndumst erfiðleika lífsins byggist fyrst og fremst á því að hugsa í lausnum fremur en hindrunum.