Fyrirlestrar

Áhrif skilnaðar á leikskólabörn

Rannsóknir hafa gefið skýrt til kynna að skilnaður er líklegastur á fyrstu árum hjónabands (sambúðar), yfirleitt eftir fjögurra ára samveru. Af þeim sökum er mjög líklegt að ung börn séu í spilinu, börn á leikskólaaldri.

Fyrirlesturinn ,Áhrif skilnaðar á leikskólabörn' fjallar um þau áhrif sem skilnaður hefur á líðan og viðbrög ungra barna.

Meðal annars er fjallað um:

  • Að viðbrögð barna við skilnaði foreldra ræðst af aldri, kyni, hversu lengi mikil vanlíðan og óeining hefur verið til staðar í sambandi og samskiptum foreldra.
  • Birtingarmynd viðbragða (tilfinninga og hegðunar) barna við skilnað, í ljósi aldurs og þroska.
  • Að breyting á högum og aðstæðum er ógnandi og getur dregið fram öflugar tilfinningar reiði, ótta, sársauka, biturleika, haturs, brostinna vona og sjálfsefasemda hjá börnum og foreldrum.
  • Hvernig foreldrar og starfsmenn leikskóla geta brugðist við, hvað er til ráða við að hjálpa börnum í gegnum þá margvíslegu erfiðleika sem barnið kann að standa frammi fyrir.